fimmtudagur, 25. september 2008

Helljar brúðkaupsveisla:)

Gott kvöld kæra fólk! Nú er víst komið nógu langur tími síðan ég bloggaði síðast!

Ég skrapp í Danaveldi um daginn og skemmti mér alveg konunglega:) Eftir þessa ferð varð mér ljóst að þegar MÖRG íslensk börn eru saman komin þá verða ofboðslega mikil læti;)...En ekki eins mikil í dönunum:) En eins og ég sagði þá var þetta ofboðslega skemmtileg ferð og góð afslöppun.

Núna er ég byrjuð að æfa fótbolta á morgnanna 3x í viku og svo 4x í viku á kvöldin svo eins og staðan er í dag æfi ég fótbolta 7x í viku sem ég tel nokkuð gott og ég ætla rétt að vona að ég verði komin í gott stand um jólin:)

En til að bæta við þetta þá keyptum við Andrés okkur hjól um daginn og nú hjóla ég allar mínar ferðir (næstum því)....ég hjóla á æfingar og heim aftur...það er líka næstum það eina sem ég fer:) hehe;)

Ég uppgötvaði um daginn að þetta er næstsíðasta önnin mín í framhaldsskóla:) Þvílíkur unaður;) En næsta önn er smá vandamál.....á ég að vera á vistinni eða á ég að búa heima? Mig langar að búa heima en það fer allt í pat út af fótboltanum! Ég nefninlega stend frammi fyrir því núna að á næstu önn verður nánast enginn vinur minn á vistinni!

En að öðru skemmtilegra! Ég átti afmæli um daginn og fékk ofboðslega fallegar og góðar afmælisgjafir:) Ég set myndir af einni þeirra allavega innan skamms eða þegar tölvan mín kemst í lag!

Á föstudaginn síðasta fór fram helljarinnar skemmtun í Brúarási og var ég þar að sjálfsögðu mætt galvösk eftir gott partý hjá Áslaugu....ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi!

Svo núna á laugardaginn ætla ég að bæta um betur og skella mér á Septemberfest, en þá byrja ég á því að fá þriggja rétta máltíð með stelpunum í fótboltanum og strákunum í mfl og einhverjum fleirum....svo verður haldið í smá teiti vonandi og svo skundum við allar sem ein á helljarinnar dansleik með Euro-bandinu og engum öðrum:) Þar verður haldið uppi Abba og Júróvisjon stemmingu langt fram á rauða nótt:) Enn sá unaður:)

En ég held ég fari að láta þessu lokið því hann Pierce Brosnan minn er kominn í sjónvarpið í hlutverki Bond - James Bond;)

Engin ummæli: