þriðjudagur, 14. október 2008

Fjallganga....

...er planið fyrir næsta laugardag! Við Ester höfum ákveðið að skella okkur í eina "létta" fjallgöngu að hennar sögn og gera svo eithvað skemmtilegt eftir það:)

En fyrir þá sem ekki vita þá er kominn 14 október og tíminn líður hraðar en nokkru sinni áður held ég bara....ég hef enga stjórn á þessum blessaða tíma!

Í næstu viku er miðannarfrí, sem sagt mánudag og þriðjudag, og það verður hreinn unaður! Ég get ekki beðið eftir að komast heim á föstudaginn og byrja fjögurra daga helgi;)

Um síðustu helgi drakk ég minn fyrsta kaffibolla og smakkaðist hann bara ágætlega:)

Á föstudaginn síðasta fór ég á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar í Höllinni og voru þetta afskaplega fallegir og skemmtilegir tónleikar!

Fyrir rúmri viku síðan var haldin messa sauðsins í borgarnesi við hátíðlega athöfn, ég skellti mér niður í Skallagrímsgarð og fékk mér kjötsúpu. Síðar um daginn fór ég í helljar matarboð hjá Önnu Heiðu og Einari og var það óskaplega gaman....síðar um kveldið skelltum við okkur öll sömul á ball með Upplyftingu í nýju reiðhöllinni í Borgarnesi og skora ég á aðstandendur Sauðamessu að halda slíkann dansleik að ári:)

Ég held ég fari að láta þetta gott heita og fari að gera eithvað unaðslegt eins og að slappa af;)

Gunna Mæja ég kem til þín á þriðjudaginn og þú segir mér sögu;) you know what I mean:)

Svo má ekki gleyma því að Anna Heiða á afmæli á þriðjudaginn;) Þá verður hún 19 ára þessi elska!

Alla
Síðasta vika hjá mér var heldur strembin og fór ég í 4 próf að ég held á 5 dögum, en þau gengu öll þokkalega nema eitt sem ég hefði viljað fá aðeins hærra í.....en það verður bara að bæta úr því síðar!

Nú er fótboltinn kominn á fullt og lýst mér rosalega vel á komandi tímabil....ég vona bara svo innilega að vinkonur mínar Marcia og Ola verði með okkur næsta sumar!

Ég vil líka minna á að það eru nýjar myndir inn á http://myspace.com/allakr

2 ummæli:

Gunna Mæja sagði...

hnjaaa hnjaaa! þriðjudaginn 21 ekki satt?? þá verður kannski eitthvað merkilegt búið að bætast við söguna;) kemur í ljós, ég hata fjós!! ;)

Sæja sagði...

Nú það er stiklað á stóru...ágætt að vita.