fimmtudagur, 1. janúar 2009

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

...og aldrei það kemur til baka!

Já börnin mín nú er komið árið 2009! sem þýðir að seinnipart árs verð ég 20 ára:D

En mig langaði svona að renna yfir árið 2008 í nokkrum stuttum punktum...



  • Ég hóf árið á því að vakna í Danmörku 1. des fyrir akkúrat ári síðan:D Sum sagt fagnaði ég áramótunum í faðmi fjölskyldunnar í DK;)

  • Skólinn byrjaði og lífið gekk bara sinn vana gang

  • Mikið var að gera í fótboltanum því við stúlkurnar og Halli og Lúlli hugðum á Spánar reisu í mars;)

  • Mikið var um fjáraflanir og leiðindi í byrjun árs og var mér farið að líða illa yfir því að vera að hafa svona peninga af fólki og fyrirtækjum;)

  • En svo gekk stóri dagurinn í garð:D Við fórum til Spánar og vorum þar í viku, fótboltaliðið;) Við vorum í bæ rétt hjá Benidorm og var svaka gott veður allan tímann og við gátum sko spilað fótbolta við ágætar aðstæður, hef reyndar séð betri völl en það var þurrkurinn sem olli lélegum velli:D Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð sem aldrei mun gleymast;)

  • Svo kom maí og prófin byrjuðu og þau gengu bara vel:D

  • Ég léttist um 8 kíló á undirbúningstímabilinu (held þau séu öll komin aftur:(

  • Svo kom sumarið og leiktíðin hófst, ég var í byrjunarliði meistaraflokks í flestum leikjum og einn leikur í byrjun sumars er mér sérstaklega minnistæður, það var bikarleikur á móti sterku liði ÍR upp á Skaga! Við fórum inn í klefa í hálfleik og staðan var þá 0-1 fyrir ÍR! Við vorum staðráðnar í því í seinni hálfleik að koma til baka og sýna þessum gellum hvað við gætum! Ég var í stöðu vinstri bakvarðar en einhverntíman á 53 mínútu eða svo var ég einhverra hluta vegna komin frekar ofarlega á völlinn, ég fékk boltinn, leit upp og skaut á markið, og viti menn...ég jafnaði leikinn af 30 metra færi, besta stund lífs míns í fótboltanum, það þarf varla að geta þess að við unnum leikinn 3-2 og sáu ÍR stúlkur aldrei til sólar í þessum leik;)

  • En í byrjun sumars varð liðið fyrir áfalli og var einn leikmaður dæmdur í leikbann og þjálarinn okkar líka! við fengum nýjann þjálfara og gekk sumarið ágætlega, við unnum og töpuðum og allt þar á milli!

  • Við fengum tvær frábærar stelpur í liðið til okkar, þær Marciu frá Brasilíu og Olu frá Nígeríu, þessar stelpur eru frábærir leikmenn og vona ég að þær komi aftur næsta sumar:D

  • Ég fór svo sem ekki mikið í ferðalög þetta sumarið því mikið var að gera í vinnunni og fótboltanum;)

  • Við í fjölskyldunni urðum fyrir miklu áfalli í lok ágúst þegar Þorvaldur frændi lést skyndilega.

  • Svo kom haustið og ný önn í skólanum byrjaði, hún leið eins og ég veit ekki hvað;)

  • Ég fór til Danmerkur í September og var þar í 10 daga ásamt ma&pa og Adda bróðir hjá Oddnýju systur og fjölskyldu, þar fagnaði ég afmæli tvíburana sem urðu 5 ára og auðvitað mínu afmæli líka þegar ég varð 19 ára:D

  • Prófin gengu vel og ég komst í um það bil 5 vikna jólafrí;)

  • Jólin hafa verið yndisleg og hef ég að mestu bara verið heima, ásamt því að vinna og fara í Stykkishólm og til Reykjavíkur nokkrum sinnum:D

  • Áramótin voru dásamleg þar sem ég var bara heima á Hvanneyri og hafði það notalegt:)

  • Nú tekur við vinna um helgina og svo er það bara skólinn strax eftir helgina!

  • Ég ætla að vona að þessi önn verði fljót að líða því þetta er jú mín síðasta önn í FVA (vonandi)

Ég vil bara óska öllum gleðilegs árs og vonandi verður það betra en það síðasta!


kv. Alla

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Gljúfrasteinn...

...bíður mín:)
Ég er sumsagt að fara í menningarferð að Gljúfrasteini, heimili Halldórs Laxness, á miðvikudaginn:)

En svona til að létta lundina hjá ungu námsfólki í Fjölbraut á Skaganum þá eru bara 4 vikur eftir af skólanum á þessari önn:)

En svona aðeins af mér:) Þar sem þetta var vinnuhelgi þá ákvað ég að taka djamm þessarar helgarinnar snemma, já ég skellti mér ásamt hópi skemmtilegs fólks á Hvanneyri á fimmtudagskvöldið og kíktum viðá Gunnu Mæju og co:)
Það var margt um manninn á barnum og er þetta eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á í laaangan tíma:) Mikið dansað, sungið, spjallað og sötrað eins og nokkra kalla:)
Heilsan daginn eftir var nú ekki upp á sitt besta en það kom ekki að sök þar sem að var skammhlaup á föstudaginn og ekki venjulegur skóladagur. Ég þurfti þó að vakna og fara niður í íþróttahús að keppa í fitness, og hvað haldiði, stelpan tók þetta dæmi ásamt Dóra:)
Svo tók ég þátt í plankahlaupi og auðvitað vann ég það líka:) Ég er bara ekki frá því að djammið hafi gert mér gott:)
En ég vil þakka öllum sem djömmuðu með mér þetta ágæta kvöld fyrir frábæra skemmtun og þetta verður klárlega endurtekið við tækifæri:)

Það er svo sem ekki mikið annað að frétta af mér nema það var verið að skíra frænda minn í dag og heitir hann Indriði Elvar:)

En ég held ég láti þetta gott heita í bili og bið bara að heilsa:)

Endilega látið í ykkur heira hér á blogginu:)

þriðjudagur, 14. október 2008

Vilhjálmur Vilhjálmsson

http://www.youtube.com/watch?v=QlaeRDAt_NQ

Hér er myndband með Villa Vill

minni á færsluna hér fyrir neðan;)

Set bara inn linkinn því ég kann ekki að setja inn myndbandið í færsluna;)

Fjallganga....

...er planið fyrir næsta laugardag! Við Ester höfum ákveðið að skella okkur í eina "létta" fjallgöngu að hennar sögn og gera svo eithvað skemmtilegt eftir það:)

En fyrir þá sem ekki vita þá er kominn 14 október og tíminn líður hraðar en nokkru sinni áður held ég bara....ég hef enga stjórn á þessum blessaða tíma!

Í næstu viku er miðannarfrí, sem sagt mánudag og þriðjudag, og það verður hreinn unaður! Ég get ekki beðið eftir að komast heim á föstudaginn og byrja fjögurra daga helgi;)

Um síðustu helgi drakk ég minn fyrsta kaffibolla og smakkaðist hann bara ágætlega:)

Á föstudaginn síðasta fór ég á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar í Höllinni og voru þetta afskaplega fallegir og skemmtilegir tónleikar!

Fyrir rúmri viku síðan var haldin messa sauðsins í borgarnesi við hátíðlega athöfn, ég skellti mér niður í Skallagrímsgarð og fékk mér kjötsúpu. Síðar um daginn fór ég í helljar matarboð hjá Önnu Heiðu og Einari og var það óskaplega gaman....síðar um kveldið skelltum við okkur öll sömul á ball með Upplyftingu í nýju reiðhöllinni í Borgarnesi og skora ég á aðstandendur Sauðamessu að halda slíkann dansleik að ári:)

Ég held ég fari að láta þetta gott heita og fari að gera eithvað unaðslegt eins og að slappa af;)

Gunna Mæja ég kem til þín á þriðjudaginn og þú segir mér sögu;) you know what I mean:)

Svo má ekki gleyma því að Anna Heiða á afmæli á þriðjudaginn;) Þá verður hún 19 ára þessi elska!

Alla
Síðasta vika hjá mér var heldur strembin og fór ég í 4 próf að ég held á 5 dögum, en þau gengu öll þokkalega nema eitt sem ég hefði viljað fá aðeins hærra í.....en það verður bara að bæta úr því síðar!

Nú er fótboltinn kominn á fullt og lýst mér rosalega vel á komandi tímabil....ég vona bara svo innilega að vinkonur mínar Marcia og Ola verði með okkur næsta sumar!

Ég vil líka minna á að það eru nýjar myndir inn á http://myspace.com/allakr

fimmtudagur, 25. september 2008

Helljar brúðkaupsveisla:)

Gott kvöld kæra fólk! Nú er víst komið nógu langur tími síðan ég bloggaði síðast!

Ég skrapp í Danaveldi um daginn og skemmti mér alveg konunglega:) Eftir þessa ferð varð mér ljóst að þegar MÖRG íslensk börn eru saman komin þá verða ofboðslega mikil læti;)...En ekki eins mikil í dönunum:) En eins og ég sagði þá var þetta ofboðslega skemmtileg ferð og góð afslöppun.

Núna er ég byrjuð að æfa fótbolta á morgnanna 3x í viku og svo 4x í viku á kvöldin svo eins og staðan er í dag æfi ég fótbolta 7x í viku sem ég tel nokkuð gott og ég ætla rétt að vona að ég verði komin í gott stand um jólin:)

En til að bæta við þetta þá keyptum við Andrés okkur hjól um daginn og nú hjóla ég allar mínar ferðir (næstum því)....ég hjóla á æfingar og heim aftur...það er líka næstum það eina sem ég fer:) hehe;)

Ég uppgötvaði um daginn að þetta er næstsíðasta önnin mín í framhaldsskóla:) Þvílíkur unaður;) En næsta önn er smá vandamál.....á ég að vera á vistinni eða á ég að búa heima? Mig langar að búa heima en það fer allt í pat út af fótboltanum! Ég nefninlega stend frammi fyrir því núna að á næstu önn verður nánast enginn vinur minn á vistinni!

En að öðru skemmtilegra! Ég átti afmæli um daginn og fékk ofboðslega fallegar og góðar afmælisgjafir:) Ég set myndir af einni þeirra allavega innan skamms eða þegar tölvan mín kemst í lag!

Á föstudaginn síðasta fór fram helljarinnar skemmtun í Brúarási og var ég þar að sjálfsögðu mætt galvösk eftir gott partý hjá Áslaugu....ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi!

Svo núna á laugardaginn ætla ég að bæta um betur og skella mér á Septemberfest, en þá byrja ég á því að fá þriggja rétta máltíð með stelpunum í fótboltanum og strákunum í mfl og einhverjum fleirum....svo verður haldið í smá teiti vonandi og svo skundum við allar sem ein á helljarinnar dansleik með Euro-bandinu og engum öðrum:) Þar verður haldið uppi Abba og Júróvisjon stemmingu langt fram á rauða nótt:) Enn sá unaður:)

En ég held ég fari að láta þessu lokið því hann Pierce Brosnan minn er kominn í sjónvarpið í hlutverki Bond - James Bond;)

miðvikudagur, 3. september 2008

Skólinn byrjaður;)

Jæja gott fólk! Þá er skólinn byrjaður:)

Ég hef svo sem ekki frá miklu að segja frekar en venjulega en einhvernstaðar ætla ég að byrja og pottþétt enda einhvernstaðar!

Síðast þegar ég bloggaði var ekkert allt of góður tími í mínu lífi en þetta hefur allt skánað! Skólinn er eins og áður segir byrjaður og ég komin með nýjann herbergisfélaga.....hana Álfheiði litlu;)

Um þessar mundir er elsku tölvan mín í viðgerð því móðurborðið hrundi í henni og því er ég tölvulaus eins og er, nema ég fæ að fara öðru hverju í Álfheiðar tölvu....meðal annars núna:) Og þar sem tölvan mín er biluð þá er ég langt komin með allar skólabækur og er voðadugleg við að læra heima:)

En þar sem það er ekkert að frétta af mér þá held ég að ég láti þetta bara gott heita:)

Svo er það djamm á Hvanneyri innan skamms...aight Gunna Mæja?;)

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

Eithvað til að lífga upp á dagana

Komið þið sæl!
Mig langar að deila hér með ykkur myndbandi sem var tekið af mér og annari stúlkukind við gott tilefni um daginn! Við vorum í Staffapartýi hjá dvalarheimilinu og vil ég taka það fram að ég er alveg edrú þegar þetta er tekið! Ég vona að þetta myndband hressi ykkur við, það hressti mig allavega við, og ekki veitti af því ekki er mikið upplífgandi að gerast í mínu lífi þessa dagana!
En njótið vel!

http://www.youtube.com/watch?v=bxvJl2ddaNg

Kv. Alla