fimmtudagur, 1. janúar 2009

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

...og aldrei það kemur til baka!

Já börnin mín nú er komið árið 2009! sem þýðir að seinnipart árs verð ég 20 ára:D

En mig langaði svona að renna yfir árið 2008 í nokkrum stuttum punktum...



  • Ég hóf árið á því að vakna í Danmörku 1. des fyrir akkúrat ári síðan:D Sum sagt fagnaði ég áramótunum í faðmi fjölskyldunnar í DK;)

  • Skólinn byrjaði og lífið gekk bara sinn vana gang

  • Mikið var að gera í fótboltanum því við stúlkurnar og Halli og Lúlli hugðum á Spánar reisu í mars;)

  • Mikið var um fjáraflanir og leiðindi í byrjun árs og var mér farið að líða illa yfir því að vera að hafa svona peninga af fólki og fyrirtækjum;)

  • En svo gekk stóri dagurinn í garð:D Við fórum til Spánar og vorum þar í viku, fótboltaliðið;) Við vorum í bæ rétt hjá Benidorm og var svaka gott veður allan tímann og við gátum sko spilað fótbolta við ágætar aðstæður, hef reyndar séð betri völl en það var þurrkurinn sem olli lélegum velli:D Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð sem aldrei mun gleymast;)

  • Svo kom maí og prófin byrjuðu og þau gengu bara vel:D

  • Ég léttist um 8 kíló á undirbúningstímabilinu (held þau séu öll komin aftur:(

  • Svo kom sumarið og leiktíðin hófst, ég var í byrjunarliði meistaraflokks í flestum leikjum og einn leikur í byrjun sumars er mér sérstaklega minnistæður, það var bikarleikur á móti sterku liði ÍR upp á Skaga! Við fórum inn í klefa í hálfleik og staðan var þá 0-1 fyrir ÍR! Við vorum staðráðnar í því í seinni hálfleik að koma til baka og sýna þessum gellum hvað við gætum! Ég var í stöðu vinstri bakvarðar en einhverntíman á 53 mínútu eða svo var ég einhverra hluta vegna komin frekar ofarlega á völlinn, ég fékk boltinn, leit upp og skaut á markið, og viti menn...ég jafnaði leikinn af 30 metra færi, besta stund lífs míns í fótboltanum, það þarf varla að geta þess að við unnum leikinn 3-2 og sáu ÍR stúlkur aldrei til sólar í þessum leik;)

  • En í byrjun sumars varð liðið fyrir áfalli og var einn leikmaður dæmdur í leikbann og þjálarinn okkar líka! við fengum nýjann þjálfara og gekk sumarið ágætlega, við unnum og töpuðum og allt þar á milli!

  • Við fengum tvær frábærar stelpur í liðið til okkar, þær Marciu frá Brasilíu og Olu frá Nígeríu, þessar stelpur eru frábærir leikmenn og vona ég að þær komi aftur næsta sumar:D

  • Ég fór svo sem ekki mikið í ferðalög þetta sumarið því mikið var að gera í vinnunni og fótboltanum;)

  • Við í fjölskyldunni urðum fyrir miklu áfalli í lok ágúst þegar Þorvaldur frændi lést skyndilega.

  • Svo kom haustið og ný önn í skólanum byrjaði, hún leið eins og ég veit ekki hvað;)

  • Ég fór til Danmerkur í September og var þar í 10 daga ásamt ma&pa og Adda bróðir hjá Oddnýju systur og fjölskyldu, þar fagnaði ég afmæli tvíburana sem urðu 5 ára og auðvitað mínu afmæli líka þegar ég varð 19 ára:D

  • Prófin gengu vel og ég komst í um það bil 5 vikna jólafrí;)

  • Jólin hafa verið yndisleg og hef ég að mestu bara verið heima, ásamt því að vinna og fara í Stykkishólm og til Reykjavíkur nokkrum sinnum:D

  • Áramótin voru dásamleg þar sem ég var bara heima á Hvanneyri og hafði það notalegt:)

  • Nú tekur við vinna um helgina og svo er það bara skólinn strax eftir helgina!

  • Ég ætla að vona að þessi önn verði fljót að líða því þetta er jú mín síðasta önn í FVA (vonandi)

Ég vil bara óska öllum gleðilegs árs og vonandi verður það betra en það síðasta!


kv. Alla

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár alla mín ;p
-Kristín litla

Unknown sagði...

takk fyrir góðar stundir á árinu:)
síjúss!
kv. Gyða K