sunnudagur, 2. nóvember 2008

Gljúfrasteinn...

...bíður mín:)
Ég er sumsagt að fara í menningarferð að Gljúfrasteini, heimili Halldórs Laxness, á miðvikudaginn:)

En svona til að létta lundina hjá ungu námsfólki í Fjölbraut á Skaganum þá eru bara 4 vikur eftir af skólanum á þessari önn:)

En svona aðeins af mér:) Þar sem þetta var vinnuhelgi þá ákvað ég að taka djamm þessarar helgarinnar snemma, já ég skellti mér ásamt hópi skemmtilegs fólks á Hvanneyri á fimmtudagskvöldið og kíktum viðá Gunnu Mæju og co:)
Það var margt um manninn á barnum og er þetta eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á í laaangan tíma:) Mikið dansað, sungið, spjallað og sötrað eins og nokkra kalla:)
Heilsan daginn eftir var nú ekki upp á sitt besta en það kom ekki að sök þar sem að var skammhlaup á föstudaginn og ekki venjulegur skóladagur. Ég þurfti þó að vakna og fara niður í íþróttahús að keppa í fitness, og hvað haldiði, stelpan tók þetta dæmi ásamt Dóra:)
Svo tók ég þátt í plankahlaupi og auðvitað vann ég það líka:) Ég er bara ekki frá því að djammið hafi gert mér gott:)
En ég vil þakka öllum sem djömmuðu með mér þetta ágæta kvöld fyrir frábæra skemmtun og þetta verður klárlega endurtekið við tækifæri:)

Það er svo sem ekki mikið annað að frétta af mér nema það var verið að skíra frænda minn í dag og heitir hann Indriði Elvar:)

En ég held ég láti þetta gott heita í bili og bið bara að heilsa:)

Endilega látið í ykkur heira hér á blogginu:)

Engin ummæli: