fimmtudagur, 3. júlí 2008

Reykjavík var það

Ég biðst forláts á því hversu fátæklegt þetta blogg er, en ég er enn að fikra mig áfram og læra á þetta!

En í dag var langþráður frídagur í vinnunni og notaði ég tímann til að fara í borg óttanns með móður minni.
Við vorum bara ósköp rólegar í þessu öllu saman en gátum nú samt ekki alveg sleppt því að versla, svo ég keypti mér afskaplega fallegt veggskraut og enn fallegri skó! Bara nokkuð sátt með ágæta Reykjavíkurferð!

En svona aðeins að því sem er framundan í mínu lífi:
Í næstu viku spilum við stúlkurnar í meistaraflokki ÍA við ÍR á Akranesvelli, nánar tiltekið 9.júlí kl. 20:00! Ég hvet alla til að koma og hvetja okkur því við ætlum okkur 3 stig út úr þessum leik;)

Í September er stefnan tekin á Danmörk og ætla ég að eyða afmælisdeginum mínum þar í landi ásamt flestum úr fjölskyldunni, því miður getur Særún ekki verið með okkur:(

En ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að hengja upp veggskrautið;)

Engin ummæli: