miðvikudagur, 23. júlí 2008

Næturvaktir;)

Góðan daginn:)

Np: One of the brightest stars – James Blunt

Af mér er svo sem lítið að frétta! Við spiluðum í bikarnum síðasta föstudag en ég gat ekki verið með í þeim leik því ég var meidd, en svo þurfti ég að spila heilann leik daginn eftir með 2.flokk og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var pirruð, því ég hefði alveg getað spilað á föstudag fyrst ég gat spilað á laugardag! En það þýðir ekki að fást um það! Þetta er búið! En talandi um þennan bikarleik! Eigum við að ræða hann eithvað?;) Þetta var leikur í 8-liða úrslitum Visa-bikarsins og drógumst við gegn Stjörnunni eins og éghef kannski sagt áður! En við spiluðum þennan leik á Stjörnuvellinum og vorum við Skaga stúlkur með sterkt stuðningsmannalið á bak við okkur! Skagamörkin (stuðningsmannalið ÍA) kom og var með trommur og sungu eins og ég veit ekki hvað og svo var bara næstum full stúka af Skagamönnum sem komu til að styðja okkur! Ég var meðal þeirra sem sátu í stúkunni og skemmti mér konunglega en verð að viðurkenna að ég hefði heldur viljað vera inn á vellinum! Þetta var þrusuleikur og komumst við yfir á 26 mín, svo jöfnuðu stjörnustúlkur á 47 mín og þá um leið liggur við var flautað til hálfleiks! Svo sóttum við mikið í seinni hálfleik og sköpuðum okkur mörg hættuleg færi eins og í fyrrihálfleiknum en okkur brást bogalistin og við komum boltanum ekki inn, það voru svo Stjörnustúlkur sem skoruðu sigurmarkið á 87 mín. Það voru því þær sem komust áfram en ekki við, og eins og Ola framherjinn okkar sagði í leikslok þá vann heppna liðið en ekki það betra! Við sitjum í neðsta sæti 1.deildar en Stjarnan er í 3. Sæti Landsbankadeildarinnar, og það segir mér bara eitt, við getum unnið það lið sem við viljum á góðum degi og ef við komum rétt stemmdar inn í leikinn Þjálfari Stjörnunnar hrósaði okkur að leik loknum og sagði okkur að hundskast upp í úrvalsdeild og að ef við værum neðsta liðið í 1.deild þá væri hann bara feginn að vera í Landsbankadeildinni! Stjarnan má eiga það að þær eru gott lið en það er líka eitt sem mér líka ekki við þær, þær liggja í jörðinni eins og þær fái borgað fyrir það að væla! Þetta er óþolandi!

En annars er nýr I-pod á leiðinni í hús núna innan skamms, eða á morgun sennilega því að ástkær systir mín hún Særún var að koma til landsins frá DK þar sem hún keypti fyrir mig eitt stykki:) Get ekki annað sagt en að mig hlakki eilítið til;)

En ég held ég fari að láta þetta gott heita! Þarf að fara að sofa meira, leikur í kvöld í Grindavík og svo næturvakt;)

-Alla-

Engin ummæli: