miðvikudagur, 30. júlí 2008

Lífið er "yndislegt"

Hvað á ég að gera af mér í lífinu?
Já þetta er ágæt spurning sem já ég hef ekki enn svarað! En eitt er víst! Ég veit hvað ég hef verið að gera undanfarið og hvað ég er að fara að gera á næstunni!
En fyrst vil ég byðjast afsökunar á þessu bloggleysi! Andinn hefur bara ekki verið með mér því hugurinn hefur verið á öðrum stað! Hjá Grey's Anatomy! Nú er ég búin að horfa á 3 seríur og ég get ekki beðið eftir þeirri fjórðu;)
Nú er fjögurra daga helgi að baki og hvað ætli sé langt í svoleiðis helgi aftur....örugglega MÖRG ár;)
Á mánudaginn byrjaði ég að vinna aftur eftir þetta langa helgarfrí og við erum að tala um að ég þarf að vinna í 11 daga áður en ég fæ frí aftur! Og núna eru bara 8 dagar eftir:) Jibbí!
Þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn þá yfirleitt legg ég mig eða horfi á Grey's áður en ég fer á æfingar! Svo kem ég heim af æfingum og fer í sturtu (eins og góðu fólki sæmir) og horfi smá á sjónvarp og fer svo að sofa! Hvað er að gerast fyrir líf mitt!
Ég var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti einhverja vini þarna úti! Svo virðist allavega ekki vera, eða þá að þeir eru ekki að hafa fyrir því að láta vita af komum sínum á þessa síðu;)
En eins og ég segi þá nýtist dagurinn minn mér nákvæmlega ekki neitt til að gera eithvað "skemmtilegt", ekki að það sé eithvað leiðinlegt á æfingum, ég meina svona meira að dagurinn nýtist ekki í að fá smá frí! En núna er komið frí í fótboltanum fram yfir versló svo það verður notalegt:) Get komið heim úr vinnunni og gert það sem ég vil án þess að þurfa að fara á æfingu!
Hvað ætlar þú að gera um Versló annars? Ég veit allavega hvað ég ætla að gera! Ég ætla að VINNA! Ef þú vilt hitta mig þá endilega kíktu við á Dvaló í Borgarnesi:) Þar verður partýið því ég ætla að gera eins skemmtilegt í vinnunni og ég get! Sjáum til hvernig það tekst!
En við unnum FH í fótboltanum um daginn, komnar með 7 stig sem sagt sem er ekkert alslæmt!
En ég held ég láti þetta gott heita í bili og fari að gera eithvað við líf mitt! Ekki veitir af!
Ef ég á vinkonu þarna úti sem heitir Ester Harpa Vignisdóttir, 19 ára gömul, ljóshærð, keyrir yfirleitt um á grænum Subaru! Endilega látið mig vita eða byðjið hana að hafa samband;)
Og já ekki gleyma að kvitta fyrir komuna:)
Alla

4 ummæli:

Sæja sagði...

Það er líklega best að kvitta fyrir komú sína.

Alla sagði...

Til hamingju Særún, þú hefur verið fyrst til að kvitta fyrir þig á þessu bloggi:)

Búin að fá eithvað að vita um Danska daga?:)

Nafnlaus sagði...

Ég er hér...

Nafnlaus sagði...

ég líka stundum að lesa ruglið í þér:)